Lýsa eftir lækkun vöruverðs

Neytendasamtökin lýsa eftir lækkun á vöruverði í verslunum hér á landi og segja, að með hækkandi gengi hefði verð á innfluttri vöru átt að lækka. Það hafi hins vegar ekki gerst.

„Neytendasamtökin hafa síðustu ár fengið afrit af tilkynningum birgja og innlendra framleiðenda til matvöruverslana þar sem tilkynnt er um verðbreytingar. Á meðan krónan var í frjálsu falli þá tilkynntu þessir aðilar reglubundið um verðhækkanir. Nú þegar krónan hefur verið að styrkjast heyrist hvorki hósta eða stuna frá þeim.

Raunar kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúarmánuði að verð á innfluttum vörum hækka á milli mánaða. Það sem fyrst og fremst hægir á verðbólgunni er að húsnæðisliðurinn lækkar talsvert og er það væntanlega vegna lækkunar á íbúðarhúsnæði," segir m.a. á heimasíðu samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka