Ný gulldeplumið fundin

Gulldepla eða laxsíld.
Gulldepla eða laxsíld. mbl.is/sigurgeir

Ný gull­deplumið eru fund­in djúpt suður af Vest­manna­eyj­um og eru sjö skip nú þar á veiðum. Öll fengu þau ein­hvern afla í gær en bræla og leiðinda­veður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morg­un, að því er kem­ur fram á heimasíðu Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna.

Haft er eft­ir Guðmundi Guðmunds­syni, skip­stjóra á Hug­in VE, að menn vonuðust til að úr rætt­ist með veður þannig að hægt væri að hefja veiðarn­ar á ný. Skip­in eru  um 130 míl­ur í beinni línu suður af Vest­manna­eyj­um. Áætlaði hann að afli skips­ins væri um 160 tonn.

Guðmund­ur seg­ir, að menn séu alltaf að ná betri tök­um á geymslu afl­ans um borð en við upp­haf veiðanna voru nokkr­ur erfiðleik­ar með það sök­um smæðar fiskj­ar­ins. Hann taldi að með þeirri aðferð sem nú væri notuð mætti reikna með fimm sól­ar­hringa geymsluþoli.

Auk Hug­ins VE eru þarna á svipuðum slóðum Kap VE, Birt­ing­ur NK, Jóna Eðvalds SF, Guðmund­ur VE, Hof­fell SU og Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert