Reiðin brýst út

Fjóla Einarsdóttir.
Fjóla Einarsdóttir.

Þeir sem hafa haldið starfi sínu í uppsagnahrinunum að undanförnu hafa í mörgum tilvikum verið áreittir af þeim sem misst hafa vinnuna. Áreitið hefur meðal annars falist í ásökunum og rógburði í tölvupósti, bæði til starfsmannanna sjálfra, starfsfélaga þeirra og yfirmanna.

Þetta hefur komið fram í símtölum til Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, að undanförnu, að því er Fjóla Einarsdóttir verkefnisstjóri greinir frá.

„Þetta er aðallega rafrænt einelti sem meitt hefur fólk mikið. Fólk hefur fengið ógeðslega tölvupósta sem eru í raun mannorðsspjöll og árásir. Í tölvupóstunum er því meðal annars haldið fram að viðkomandi hafi haldið vinnunni vegna þess að hann hafi sofið hjá einhverjum ákveðnum aðila. Okkur hefur einnig verið greint frá því að reynt hafi verið að grafa undan starfsmanni með því að senda meiðandi tölvupóst um hann til yfirmanns,“ segir Fjóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert