Síminn mun hækka verð á allri þjónustu 1. mars nk. T.d. mun upphafsgjald hjá þeim sem eru í GSM-áskrift eða kaupa farsímaþjónustu Símans á fyrirtækjamarkaði hækka 4,15 í 4,90 kr. Auk þess mun fyrirtækið rukka 600 kr. fyrir grunnpakka sjónvarps um ADSL, þ.e myndlykla. Þetta var áður ókeypis. Þá mun fyrirtækið innheimta 350 kr. leigugjald fyrir netbeina (e. router).
Afnotgjöld fyrir grunnáskrift heimasíma mun hækka úr 1595 kr. í 1645 kr. Símtöl úr heimasíma í farsíma hjá Símanum mun hækka úr 18,10 í 18,50 kr. Í aðra síma mun gjaldið hækka úr 20,50 kr. í 21,50 kr. Upphafsgjaldið mun einnig hækka, eða úr 5,45 kr. í 5,95 kr.