Þórsmörk kaupir Árvakur

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Þórs­mörk ehf., fé­lag und­ir for­ustu Óskars Magnús­son­ar, hef­ur gengið frá sam­komu­lagi við Íslands­banka  um kaup á nýju hluta­fé Árvak­urs, sem ætl­un­in er að gefa út  eft­ir að nú­ver­andi hluta­fé fé­lags­ins hef­ur verið fært niður.

Auk Óskars eru Gísli Bald­ur Garðars­son, Guðbjörg Matth­ías­dótt­ir, Gunn­ar B. Dungal, Pét­ur H. Páls­son, Þor­geir Bald­urs­son og Þor­steinn Már Bald­vins­son aðilar að Þórs­mörk. Til að dreifa eign­araðild­inni enn frek­ar er ráðgert að fleiri hlut­haf­ar komi til liðs við fé­lagið á síðari stig­um. 

Við kaup­in fær­ist hluta­fé fyrri eig­enda niður í núll. Áskilnaður er um að samn­ing­ar tak­ist við aðra lán­ar­drottna Árvak­urs en Íslands­banka á næstu vik­um. Gert er ráð fyr­ir að þegar niðurstaða fæst verði boðað til hlut­hafa­fund­ar.

Þrjú skuld­bind­andi til­boð bár­ust í Árvak­ur í síðustu viku og tók Íslands­banki tvö þeirra til nán­ari skoðunar, til­boð ástr­alska fjár­fest­is­ins Steve Coss­ers og viðskipta­fé­laga hans, ann­ars veg­ar, og til­boð frá Þórs­mörk.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka var á föstu­dag ljóst hver röð til­boðsgjafa var og þeim gerð grein fyr­ir stöðunni í stór­um drátt­um. Ekki var unnt að segja op­in­ber­lega frá röð þeirra fyrr en til­boðin höfðu verið kyrfi­lega les­in yfir af lög­fræðing­um og eft­ir­litsaðila og ein­stök atriði staðfest af hæst­bjóðanda. Sú yf­ir­ferð leiddi ekki til breyt­inga á röð bjóðenda, enda til­boðin öll í sam­ræmi við skil­mál­ana.

Ein­ar Sig­urðsson, for­stjóri Árvak­urs, seg­ir að það sé fagnaðarefni fyr­ir starfs­menn og áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins og mbl.is að búið sé að eyða óvissu um framtíð fé­lags­ins. Þetta sölu­ferli ætti að geta orðið fyr­ir­mynd að end­ur­skipu­lagn­ingu annarra fyr­ir­tækja af hálfu bank­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert