Uppsagnir hjá gæslunni

TF-LIF. Þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar hefur verið sagt upp.
TF-LIF. Þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar hefur verið sagt upp. mbl.is/Dagur

Þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar var sagt upp störfum í gær, mánudag. Enn hefur ekki verið gerð grein fyrir ástæðu uppsagnanna.

Eftir uppsagnirnar starfa tíu þyrluflugmenn hjá Gæslunni, sem hefur nú til umráða þrjár þyrlur, TF-GNA, TF-EIR og TF-LIF.
Að auki munu tveir flugmenn starfa áfram á flugvélinni TF-SYN.


Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa uppsagnirnar nú í för með sér að ekki verði hægt að halda áfram tveimur leitar- og björgunarvöktum.

Hefur það fyrirkomulag verið við lýði frá því bandaríska herliðið fór af landi brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert