Verðbólga mælist 17,6%

Vísi­tala neyslu­verðs hef­ur síðastliðna tólf mánuði hækkað um 17,6% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 21%. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stof­unn­ar. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,6% sem jafn­gild­ir 10,9% verðbólgu á ári en 14,4% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis.

Sam­kvæmt þessu hef­ur held­ur dregið úr verðbólgu frá því í janú­ar þegar árs­hækk­un vísi­töl­unn­ar mæld­ist 18,6%.

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í fe­brú­ar hækkaði um 0,51% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði  um 1,25% frá janú­ar.

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis lækkaði um 3,2% (vísi­tölu­áhrif -0,49%). Þar af voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,45% og -0,04% af lækk­un raun­vaxta.

Vetr­ar­út­söl­um er að ljúka og hækkaði verð á föt­um og skóm um 6,3% (0,28%). Verð á pakka­ferðum til út­landa hækkaði um 8,6% (0,18%) og verð á flug­far­gjöld­um til út­landa hækkaði um 12,8% (0,15%).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert