Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman 6:15 í dag. Þar er frumvarp um Seðlabanka Íslands á dagskrá og mun ætlun stjórnarflokkanna að reyna að fá frumvarpið afgreitt úr nefndinni til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi.
Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í hádeginu í dag, var orðaður sá möguleiki að nefndin yrði kölluð saman aftur síðdegis. Að sögn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, mótmæltu fulltrúar í nefndinni þessu og töldu að það væri allt of skammur tímafrestur til að kynna sér efni skýrslu Evrópusambandsins um fjármálamarkaði, sem lögð var fram á fundinum í dag.