Af vanefnum gert í upphafi

Jóhannes Nordal.
Jóhannes Nordal.

Jó­hann­es Nor­dal, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, seg­ir í um­sögn til viðskipta­nefnd­ar að ekki fari á milli mála að seðlabankafrum­varpið hafi í upp­hafi verið mjög af vanefn­um gert. Seg­ir Jó­hann­es þakk­arvert að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hafi þegar lagt fram breyt­ing­ar­til­lög­ur sem bæti nokkuð úr al­var­leg­ustu van­könt­um þess.

Um­sögn Jó­hann­es­ar barst nefnd­inni sl. mánu­dag en hann tek­ur fram að hann hafi litla aðstöðu til ræki­legr­ar um­fjöll­un­ar. Bend­ir Jó­hann­es á að við upp­haf­lega laga­setn­ingu um Seðlabank­ann og all­ar veiga­mikl­ar breyt­ing­ar á lög­un­um hafi þær ætíð verið ræki­lega und­ir­bún­ar og náðst þver­póli­tísk samstaða á þingi um þær

.„Enn virðist mér þó þörf á mun ræki­legri um­fjöll­un um meg­in­at­riði þess[...],“ seg­ir Jó­hann­es um frum­varpið. Hann seg­ir margt mæla með því að aðstoðarbanka­stjór­arn­ir verði tveir. Fyr­ir því séu mörg for­dæmi í öðrum lönd­um. Hann seg­ir að pen­inga­stefnu­nefnd­ir séu ný­mæli en nokk­ur lönd hafi tekið slík­ar nefnd­ir upp á síðustu árum. Ýmis­legt mæli með þessu fyr­ir­komu­lagi, einkum það að fleiri sjón­ar­mið hafi með því áhrif á ákv­arðanir í pen­inga­mál­um.

Jó­hann­es tek­ur fram að hon­um virðist skil­grein­ing á valdsviði pen­inga­stefnu­nefnd­ar þurfi að vera skýr­ari en frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir, ella geti skap­ast óvissa um gildi ein­stakra ákv­arðana bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert