Afdrifaríkasta nefnd ríkisins

00:00
00:00

Pét­ur Blön­dal þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins vill að samn­ing­um fyrri rík­is­stjórn­ar vegna Ices­a­ve verði rift eða samið um að upp­hæðin verði vaxta­laus.  Hann vill að fremstu mann­vits­brekk­ur þjóðar­inn­ar fari með samn­ings­um­boð þjóðar­inn­ar í viðræðum um skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve. Hann gagn­rýn­ir að póli­tík­us veiti nefnd­inni for­stöðu.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra spurði hvort Pét­ur væri að bjóða sig fram og bauðst til að taka það til góðlát­legr­ar skoðunar. Hann sagði  samn­inga­nefnd­ina mjög vel mannaða und­ir for­ystu sendi­herr­ans í Kaup­manna­höfn og inn­lend­ir og er­lend­ir sér­fræðing­ar yrðu fengn­ir henni til aðstoðar. Þá sagði ráðherr­ann að eng­inn samn­ing­ur hefði verið gerður vegna deil­unn­ar og hans afstaða hans hefði í grund­vall­ar­atriðum ekk­ert breyst. Það væri harka­legt og ósann­gjarnt að Ísland ætti þess ekki kost á fá úr­sk­urð sinna mála fyr­ir gerðardómi eða dóm­stól­um en fyrri rík­is­stjórn hefði ákveðið að reyna ekki máls­höfðun og hefði fallið á tíma í því þann sjö­unda  janú­ar. Það sé mikið í húfi og sjald­an hafi nein nefnd á veg­um rík­is­ins haft með hönd­um jafn af­drifa­rík mál og þessi. Sjá MBL sjón­varp.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert