Afdrifaríkasta nefnd ríkisins

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að samningum fyrri ríkisstjórnar vegna Icesave verði rift eða samið um að upphæðin verði vaxtalaus.  Hann vill að fremstu mannvitsbrekkur þjóðarinnar fari með samningsumboð þjóðarinnar í viðræðum um skuldbindingar vegna Icesave. Hann gagnrýnir að pólitíkus veiti nefndinni forstöðu.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurði hvort Pétur væri að bjóða sig fram og bauðst til að taka það til góðlátlegrar skoðunar. Hann sagði  samninganefndina mjög vel mannaða undir forystu sendiherrans í Kaupmannahöfn og innlendir og erlendir sérfræðingar yrðu fengnir henni til aðstoðar. Þá sagði ráðherrann að enginn samningur hefði verið gerður vegna deilunnar og hans afstaða hans hefði í grundvallaratriðum ekkert breyst. Það væri harkalegt og ósanngjarnt að Ísland ætti þess ekki kost á fá úrskurð sinna mála fyrir gerðardómi eða dómstólum en fyrri ríkisstjórn hefði ákveðið að reyna ekki málshöfðun og hefði fallið á tíma í því þann sjöunda  janúar. Það sé mikið í húfi og sjaldan hafi nein nefnd á vegum ríkisins haft með höndum jafn afdrifarík mál og þessi. Sjá MBL sjónvarp.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert