Enski boltinn áfram hjá 365

Cristiano Ronaldo tekst á við Tony Hibbert í leik Manchester …
Cristiano Ronaldo tekst á við Tony Hibbert í leik Manchester United og Everton. PHIL NOBLE

Fjöl­miðlafyr­ir­tækið 365 hef­ur náð samn­ing­um um að halda áfram sýn­ing­um á leikj­um ensku úr­valds­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu, enska bolt­an­um, á þessu leiktíma­bili. Nokk­ur til­slök­un var gerð á verðinu af hálfu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Foot­ball Associati­on Premier League, sem á sýn­ing­ar­rétt­inn. Ari Edwald, for­stjóri 365, seg­ir enska bolt­ann þó enn mjög kostnaðarsam­an á þess­um vetri.

Meg­in­breyt­ing­in er að sögn Ara sú að að samn­ing­ur Stöðvar 2 verður stytt­ur um eitt keppn­is­tíma­bil, svo að yf­ir­stand­andi tíma­bil verður það síðara af tveim­ur, en ekki annað af þrem­ur. Fljót­lega verði svo annað útboð á enska bolt­an­um, til fjög­urra ára, til að kom­ast aft­ur inn í þriggja ára samn­ings­tíma í takt við aðrar sjón­varps­stöðvar. Ari seg­ir stefnt á að taka þátt í því útboði.

Hann seg­ir þessa niður­stöðu um enska bolt­ann mjög já­kvæða fyr­ir Stöð 2 og að hinn nýi samn­ing­ur hafi náðst í góðu sam­komu­lagi við hinn er­lenda rétt­hafa. „Við höf­um lokið samn­ing­um við alla okk­ar birgja sem máli skipta, bæði varðandi efni á Stöð 2, efnið í Fjölvarp­inu og fjöl­marga selj­end­ur íþrótta­efn­is. Þar eru nátt­úru­lega stærst­ir enski bolt­inn, meist­ara­deild­in og formúl­an,“ seg­ir Ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka