Gagnrýnir kaup sjávarútvegsmanna á Morgunblaðinu

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.

Karl V. Matth­ías­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, spurði á Alþingi í dag að það vekti sér­staka at­hygli þegar Morg­un­blaðið færi í al­farið í hend­ur lít­ils hóps öfl­ugra út­vegs­manna sem væru tals­menn kvóta­kerf­is í sjáv­ar­út­vegi. 

Karl sagði, að ýms­ar spurn­ing­ar vöknuðu, m.a. hvers vegna blaðið hefði verið rekið svona lengi áfram með bullandi tapi og án fjár­hags­legs ávinn­ings fyr­ir Íslands­bank­ann. Sagði Karl, að mikl­ar deil­ur væru í sam­fé­lag­inu um kvóta­kerfið og fólki teldi það rang­látt og spillt. Spurði Karl hvort það yrði ekki til þess að vekja upp enn frek­ari hugs­an­ir um meiri spill­ingu þegar slík­ur hóp­ur manna eignaðist slík­an fjöl­miðil og gæti og komið sín­um sjón­ar­miðum fram með þess­um fjöl­miðli án þess að aðrir hafi aðgang að.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði það al­farið í hönd­um viðkom­andi banka og bankaráðs hvernig eign­ir bank­anna væru seld­ar. Hann hefði ekki komið ná­lægt því og mál­efni Morg­un­blaðsins hefðu ekki verið rætt við hann. Þannig ættu kaup­in ekki að ger­ast á eyr­inni að eig­and­inn, ríkið, væri að hlutast til um hvernig bank­inn fer með sín­ar eig­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert