Gagnrýnir kaup sjávarútvegsmanna á Morgunblaðinu

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.

Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar, spurði á Alþingi í dag að það vekti sérstaka athygli þegar Morgunblaðið færi í alfarið í hendur lítils hóps öflugra útvegsmanna sem væru talsmenn kvótakerfis í sjávarútvegi. 

Karl sagði, að ýmsar spurningar vöknuðu, m.a. hvers vegna blaðið hefði verið rekið svona lengi áfram með bullandi tapi og án fjárhagslegs ávinnings fyrir Íslandsbankann. Sagði Karl, að miklar deilur væru í samfélaginu um kvótakerfið og fólki teldi það ranglátt og spillt. Spurði Karl hvort það yrði ekki til þess að vekja upp enn frekari hugsanir um meiri spillingu þegar slíkur hópur manna eignaðist slíkan fjölmiðil og gæti og komið sínum sjónarmiðum fram með þessum fjölmiðli án þess að aðrir hafi aðgang að.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði það alfarið í höndum viðkomandi banka og bankaráðs hvernig eignir bankanna væru seldar. Hann hefði ekki komið nálægt því og málefni Morgunblaðsins hefðu ekki verið rætt við hann. Þannig ættu kaupin ekki að gerast á eyrinni að eigandinn, ríkið, væri að hlutast til um hvernig bankinn fer með sínar eigur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert