Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kann­ast ekki við að end­ur­tekn­ar viðvar­an­ir seðlabanka­stjóra hafi ratað til sín. Hún viti til að mynda ekki hvað varð um skýrslu „eins fær­asta fjár­mála­stöðug­leika­sér­fræðings Evr­ópu“ sem Davíð Odds­son nefndi svo í Kast­ljósviðtal­inu og sagðist hafa af­hent rík­is­stjórn­inni. Hann sagðist hafa látið for­sæt­is­ráðherra hafa skýrsl­una. „Ef það er rétt, þá barst hún ekki til mín.“

Ingi­björg sat fundi með Davíð í aðdrag­anda banka­hruns­ins. „Það voru mest fund­ir um gjald­eyr­is­vara­sjóðinn.“

Ingi­björg kann­ast held­ur ekki við að hafa heyrt af 10-15 manna sér­stakri nefnd sér­fræðinga sem Davíð kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi 30. sept­em­ber, en hún var þá und­ir lækn­is­hendi í New York.

„Ég veit hins veg­ar að starf­andi var sér­stök viðbragðsnefnd á ár­un­um 2007 og 2008. Í henni voru full­trú­ar frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu, fjár­mála- og viðskiptaráðuneyt­inu, ásamt FME og Seðlabanka en ég hef aldrei heyrt um þessa nefnd sem hann minn­ist nú á.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert