Mótmælt í 27. sinn

Hörður Torfason stýrir enn einum mótmælafundi á Austurvelli á laugardag.
Hörður Torfason stýrir enn einum mótmælafundi á Austurvelli á laugardag. Ómar Óskarsson

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli á laugardaginn. Yfirskrift fundarins er sú sama og áður; breiðfylking gegn ástandinu.

Að þessu sinni verður rætt um kröfur samtakanna sem eru þær, að eignir „útrásarvíkinga" verði frystar, verðtryggingin verði afnumin og kvótinn fari aftur til þjóðarinnar.

Ræðumenn á laugardaginn verða Valgeir Skagfjörð leikari og Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að forsvarsmenn samtakanna hafi átt fund með Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra 25. febrúar um hvort mögulegt væri að frysta eignir. Hreinskiptar umræður fóru fram um kröfur samtakanna. Ragna fór yfir lagaúrræði sem fyrir hendi væru og í hvaða farvegi rannsóknir mála væru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert