Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að breytingartillaga meirihluta viðskiptanefndar Alþingis, sem lögð var fram við seðlabankafrumvarpið í dag, byggist á því að Höskuldur Þórhallsson, þingmanns Framsóknarflokks, hafi misskilið skýrslu Evrópusambandsins um fjármálamarkaði.
Höskuldur mótmælti þessu og sagði að Jón hefði sjálfur misskilið tillögur, sem lagðar eru fram í skýrslu ESB.
Samkvæmt breytingartillögunni skal peningastefnunefnd gefa opinberlega út viðvaranir þegar tilefni er, ef nefndin metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu.