Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk bankans í …
Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk bankans í morgun.

Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar, kölluð starfsfólk bankans til fundar í morgun og kvöddu það. Eiríkur Guðnason hefur starfað í bankanum í 40 ár og er stór hluti af sögu Seðlabankans.

Fjölmennt var á fundinum sem var stuttur. Davíð Oddsson sagði að frumvarp til laga um Seðlabankann væri til þriðju umræðu og því væri komið að leiðarlokum, þeir hyrfu á braut í dag eða á morgun. Þá kom Davíð inn á að Seðlabankinn hefði notið trausts hjá erlendum bönkum, eftir að viðskiptabankarnir þrír hrundu í haust. Þess vegna hafi hann getað haldið greiðslukerfi Íslendinga gangandi.

Davíð og Eiríkur Guðnason þökkuð starfsfólki fyrir samstarfið og klappaði starfsfólk fyrir þeim.

Eiríkur Guðnason er stór hluti af sögu Seðlabanka Íslands. Hann hefur m.a. tekið þátt í stofnun verðbréfaþings, millibankamarkaðar og gjaldeyrismarkaðar.

Davíð Oddsson var skipaður seðlabankastjóri haustið 2005 og hefur því starfað í bankanum í rúm þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert