Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn óstjórntækan á bloggi sínu. Hann lýsir jafnframt yfir ánægju með störf Katrínar Jakobsdóttur sem menntamálaráðherra.

„Einu sinni var það vinsælt að segja að Vinstrihreyfingin grænt framboð væri óstjórntækur flokkur. Síðan þá hafa þeir myndað ríkisstjórn og hafa staðið sig betur í mörgu en fyrri ríkisstjórn, þótt raunar hafi ekki þurft mikið til.

Eftir að hafa horft upp á Sjálfstæðisflokkinn í þinginu að undanförnu er ljóst að þar fer óstjórntækur flokkur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér enga grein fyrir þörfinni á nýrri sýn, nýjum úrræðum og nýrri stefnu fyrir Ísland, þá eiga þeir ekkert erindi í ríkisstjórn,“ skrifar Birkir Jón á bloggsíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka