Veðurstofan varar við stormi við suður- og suðvesturströndina í nótt og fram til morguns. Spáð er allt að 23 m/s við ströndina. Draga á úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn, fyrst suðvestantil.
Spáð er austan og suðaustan 8-15m/s sunnan- og vestanlands og snjókomu en allt að 23 m/s við suður- og suðvesturströndina. Gert er ráð fyrir hægari vindi noraustantil og þurr að kalla.
Frost verður 0-9 stig og kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Draga á úr vindi í nótt. Hvassast verður við austurströndina í fyrramálið þar sem spáð er suðaustan 8-15 m/s.