Utanríkisráðuneytið greiddi 29 milljónir til verktaka

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur greitt 29.415.432 króna til verk­taka á kjör­tíma­bil­inu eða frá maí 2007 til janú­ar­loka. Hæstu greiðsluna, 5,3 millj­ón­ir króna, fékk lög­fræðiþjón­ust­an Árna­son Fa­ktor ehf.  fyr­ir vökt­un á vörumerk­inu Ice­land.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ráðuneyt­inu hef­ur það látið vakta vörumerkja­skrán­ing­ar á orðinu ,,Ice­land" um all­an heim síðan í nóv­em­ber 2004. Mark­mið vökt­un­ar­inn­ar er að koma í veg fyr­ir að einkaaðilar geti kom­ist í þá aðstöðu að hafna skrán­ing­um annarra vörumerkja sem inni­halda ein­hvers kon­ar til­vís­un til Íslands, en dæmi séu um að slíkt hafi valdið ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um í út­rás vand­kvæðum þegar þau hafa leit­ast við að fá vörumerki sín vernduð er­lend­is.

Vökt­un­in hef­ur leitt til þess að ís­lensk stjórn­völd hafa and­mælt um 35 skrán­ing­um í fjöl­mörg­um ríkj­um með góðum ár­angri, að sögn ráðuneyt­is­ins.

Næst­hæstu upp­hæðina hef­ur Pricewater­hou­seCoo­pers fengið, 2,9 millj­ón­ir króna, fyr­ir út­tekt.á af­mörk.þátt­um flug­vernd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert