Utanríkisráðuneytið greiddi 29 milljónir til verktaka

Utanríkisráðuneytið hefur greitt 29.415.432 króna til verktaka á kjörtímabilinu eða frá maí 2007 til janúarloka. Hæstu greiðsluna, 5,3 milljónir króna, fékk lögfræðiþjónustan Árnason Faktor ehf.  fyrir vöktun á vörumerkinu Iceland.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur það látið vakta vörumerkjaskráningar á orðinu ,,Iceland" um allan heim síðan í nóvember 2004. Markmið vöktunarinnar er að koma í veg fyrir að einkaaðilar geti komist í þá aðstöðu að hafna skráningum annarra vörumerkja sem innihalda einhvers konar tilvísun til Íslands, en dæmi séu um að slíkt hafi valdið íslenskum fyrirtækjum í útrás vandkvæðum þegar þau hafa leitast við að fá vörumerki sín vernduð erlendis.

Vöktunin hefur leitt til þess að íslensk stjórnvöld hafa andmælt um 35 skráningum í fjölmörgum ríkjum með góðum árangri, að sögn ráðuneytisins.

Næsthæstu upphæðina hefur PricewaterhouseCoopers fengið, 2,9 milljónir króna, fyrir úttekt.á afmörk.þáttum flugverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka