Engin viðbrögð við varúðarorðum

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundi í …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundi í stjórnarráðinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, seg­ir orð Davíðs Odds­son­ar, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóra, um að hann hafi varað ein­dregið við hruni banka­kerf­is­ins ekki vera alls kost­ar rétt, og fari í öll­um meg­in­at­riðum gegn því sem fram kom í op­in­ber­um gögn­um frá seðlabank­an­um um stöðu ís­lenska banka­kerf­is­ins í fyrra.

Þá hafi seðlabank­inn ekki brugðist við „ein­dregn­um varúðarorðum“ frá for­svars­mönn­um Kaupþings, í apríl í fyrra, um að banka­kerfið ís­lenska stæði ekki nægi­lega traust­um fót­um, þrátt fyr­ir að ár­ang­ur hafi náðst í viðspyrnu gegn skort­söl­um sem hafi veikt stoðir kerf­is­ins.

„Ég og Hreiðar Már [Sig­urðsson innsk. blm.] sát­um fundi með bæði Geir [H. Haar­de] og síðan, að hans til­lögu, með seðlabanka­stjóra þar sem við greind­um frá áhyggj­um okk­ar af stöðu mála. Það er skemmst frá því að segja, að það var ekki brugðist við okk­ar varúðarorðum með nein­um hætti. Seðlabank­an­um tókst ekki að út­vega sér fé, sem var al­gjör­lega nauðsyn­legt, og því versnaði staðan í banka­kerf­inu jafnt og þétt eft­ir því sem leið á árið,“ sagði Sig­urður í sam­tali við mbl.is.

Sig­urður sendi 9. apríl í fyrra bréf til Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi seðlabanka­stjóra, þar sem hann lýsti yfir áhyggj­um sín­um af stöðu mála hér á landi. Í kjöl­farið, sátu Sig­urður og Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, fundi með Geir og Davíð. „Það var ekki brugðist við okk­ar áhyggj­um með nein­um hætti, sem er eig­in­lega með ólík­ind­um í ljósi þess að Kaupþing var lang­sam­lega stærsti banki lands­ins. Áhyggj­urn­ar voru líka á rök­um reist­ar, eins og síðar kom í ljós.“

Í bréf­inu sem Sig­urður sendi Geir og Davíð er sagt að yf­ir­lýs­ing­ar for­sæt­is­ráðherra, um ís­lenska fjár­mála­kerfið, hefðu haft góð áhrif á um­tal um stöðu kerf­is­ins. Hins veg­ar væri staðan „brot­hætt“ og brýnt væri að bregðast við með af­ger­andi hætti. Illa gæti farið ef ekk­ert yrði gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka