Ekki gott fyrir fólkið sameinist ríkisbankar

Ekki eru góð tíðindi fyrir neytendur eða atvinnulífið verði frekari samþjöppun á bankamarkaði.  Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Það er eðli málsins samkvæmt.“

Eftirlitið hefur ekki verið beðið um að taka sameiningu ríkisbanka til skoðunar, en um það er rætt; síðast á Alþingi á þriðjudag. Engar ákvarðanir liggja þó fyrir. Samkeppnisráð hafnaði fyrirhuguðum samruna ríkisbankanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. árið 2000, þar sem hann hefði skaðleg áhrif á samkeppni og bryti í bága við samkeppnislög.

Í áliti Samkeppnisráðs stendur að samruninn hefði leitt til of mikillar samþjöppunar og markaðasráðandi stöðu á markaði fyrir innlán og útlán, greiðslumiðlunarmörkuðum og markaði fyrir verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti.

Páll Gunnar segir ekki hægt að útiloka fyrirfram að unnt sé að heimila einhverskonar samþjöppun á markaðnum í dag. „Samkeppnisyfirvöld verða að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig,“ segir Páll Gunnar. „Samkeppnisrétturinn virkar þannig að huga þarf að viðkomandi samruna við þær aðstæður sem eru uppi hverju sinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert