Fjöldi umferðaróhappa vegna hálku

mbl.is/Júlíus

Fjög­ur um­ferðaró­höpp hafa orðið á höfuðborg­ar­svæðinu frá því klukk­an níu í kvöld, lög­regl­an var­ar við mik­illi hálku. Tveir menn voru flutt­ir slasaðir á sjúkra­hús eft­ir bíl­veltu á Hafna­fjarðar­vegi rúm­lega níu í kvöld en þeir reynd­ust með minni­hátt­ar meiðsl. Þá valt bíll á Gull­in­brú um tíu­leytið í kvöld en ekki var um al­var­leg meiðsl á fólki að ræða.

Bíl var ekið á ljósastaur á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar rétt fyr­ir klukk­an tíu í kvöld.

Þá varð árekst­ur á mót­um Grens­ás­veg­ar og Miklu­braut­ar um hálf ell­efu­leytið en að sögn lög­reglu meidd­ist eng­inn al­var­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert