Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling

Alistair Darling.
Alistair Darling. Reuters

Hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslendingum vegna samtals Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, hinn 7. október síðastliðinn.

Þetta staðfesti breski fjármálaráðherrann á fundi fastanefndar breska þingsins um fjármál hinn 3. nóvember síðastliðinn. Morgunblaðið hefur undir höndum útskrift af því sem fram fór á fundinum. 

Michael Fallon, þingmaður breska Íhaldsflokksins, spurði Darling á fundinum hvað hefði valdið því að hann hefði sagt við BBC Radio hinn 8. október: „Íslensk stjórnvöld, hvort sem þið trúið því eða ekki, sögðu mér í gær að þau ætluðu sér ekki að virða skuldbindingar sínar hér.“ Í svari Darling vísar hann í samtal sitt við Árna í kjölfar setningar neyðarlaganna á Íslandi þar sem hann hafi spurt Árna hvort lögin fælu í sér að sparifjáreigendum yrði mismunað á grundvelli þjóðernis. Árni hefði sagt svo vera og að hann teldi það ekki brjóta í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Í kjölfarið sagði Darling orðrétt að „þess vegna varð ég að grípa inn í og tryggja innstæður þeirra sem áttu peninga í útibúiLandsbankans“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka