Össur Skarphéðinsson sækist ekki eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar gangi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá borði. Hann segist vel geta hugsað sér að styðja Jóhönnu Sigurðardóttir í það embætti, fari svo að hún gefi kost á sér og Ingibjörg Sólrún vilji draga sig í hlé. Nýjar kynslóðir séu þó einnig í spilunum. Samfylkingin framleiði leiðtogaefni á færibandi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýtur mikils trausts hjá þjóðinni og samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birtist í dag vill yfirgnæfandi meirihluti fólks sjá hana sem næsta formann Samfylkingarinnar.
Samfylkingin er ennfremur langstærsti flokkurinn samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum og er með yfir þrjátíu prósent atkvæða sem er talsvert yfir kjörfylgi. Össur Skarphéðinsson segir að þessi góði árangur sé ekki síst traustsyfirlýsing við Jóhönnu. Sjá MBL sjónvarp.