Málin enn í lausu lofti

mbl.is

„Það er baga­legt að ekki hafi verið leyst úr þessu ennþá. Það verður að fara flýta því að mál­in leys­ist,“ seg­ir Arn­ar Sig­munds­son, formaður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, um gjald­miðlaskipta­samn­inga sem 15 líf­eyr­is­sjóðir hafa ekki gert upp enn í sam­vinnu við skila­nefnd­ir bank­anna.

Deilt hef­ur verið um við hvaða geng­is­vístölu skal miða þegar kem­ur að því að gera samn­ing­ana upp. Sam­tals eiga gömlu bank­arn­ir kröf­ur á líf­eyr­is­sjóðina upp á um 70 millj­arða króna miðað við vísi­töl­una 175, sem var á gjald­eyr­is­markaði þegar Lands­bank­inn var tek­inn yfir af skila­nefnd Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, fyrst­ur bank­anna, 6. októ­ber. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir gerðu samn­ing­ana við bank­anna til að verj­ast sveifl­um á gjald­eyr­is­markaði.

Arn­ar seg­ir líf­eyr­is­sjóðina geta skulda­jafnað hluta af þess­um kröf­um, eða sem nem­ur 35 til 40 millj­örðum. Full­trú­ar líf­eyr­is­sjóða funduðu fyrr í þess­um mánuði með ráðuherr­um, þar á meðal Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra, þar sem farið var yfir stöðu samn­ing­ana. Arn­ar seg­ir að hann hafði talað fyr­ir því að nauðsyn­legt væri að flýta því að gera samn­ing­ana upp eins og kost­ur væri. „Við vilj­um gera samn­ing­ana upp, miðað þær for­send­ur sem lög­fræðiálit sem við höf­um látið gera, seg­ir til um. Það er að miða skuli við geng­is­vístöl­una 175.“

Skila­nefnd­irn­ar hafa litið svo á að aðeins sé hægt að miða við þá geng­is­vísi­tölu sem var á markaði þegar hver og einn banki féll. Á þeim þrem­ur dög­um sem bank­arn­ir féllu, frá 6. til 9. októ­ber, fór geng­is­vísi­tal­an úr 175 í meira en 200. Hæst var hún þegar Kaupþing var tek­inn yfir en stærstu gjald­miðlaskipta­samn­ing­arn­ir voru við þann banka.

Arn­ar seg­ir líf­eyr­is­sjóðina til­búna til þess að fara með málið fyr­ir dóm­stóla ef ekki verður fall­ist að gera samn­ing­ana upp á þeim for­send­um sem for­svars­menn þeirra telja að eigi að miða við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert