Menntamálaráðuneytið greiddi 9 milljónir til verktaka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra. mbl.is/Ómar

Menntamálaráðuneytið greiddi samtals 9,2 milljónir kr. í greiðslur til verktaka frá 24. maí árið 2007 til 1. febrúar 2009. Skv. upplýsingum frá ráðuneytinu störfuðu 55 verktakar fyrir það á tímabilinu. Hæstu greiðsluna, eða 1,3 milljónir kr., fékk fyrirtækið R3-Ráðgjöf.

Sjö fengu greitt samtals 1,3 milljónir kr. fyrir tölvu- og forritunarþjónustu þar af var Hugsmiðjunni ehf, greiddar 495.000 fyrir vefþjónustu og vefhönnun.  

Fjórir fengu greiddar samtals 1,7 milljónir kr. fyrir lögfræðiaðstoð, mat og vinnslu lagafrumvarpa. Þar af var Mörkinni Lögmannsstofu hf. greiddar 787 þús. fyrir vinnu við gerð frumvarps og álitsgerð.

Fimm ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki  fengu greiddar samtals 2,4 milljónir kr. fyrir vinnu við úttekt á háskólamálum og rekstrarformi undirstofnana. Þar af var fyrirtækinu R3-Ráðgjöf ehf. greiddar 1,3 milljónir kr. fyrir ráðgjöf við úttekt á Hólaskóla.  

Ellefu fengu samtals greiddar 1,4 milljónir kr. fyrir ýmis verkefni á sviði kynningar- og skólamála.  

Ellefu fengu samtals greiddar 1,3 milljónir kr. fyrir verkefni er tengjast starfsmannamálum ráðuneytisins.

Þá fengu 17 aðilar greiddar samtals 1,1 milljónir kr. fyrir þýðingavinnu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert