Norðmaður í Seðlabankann

Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason létu af störfum í Seðlabankanum …
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason létu af störfum í Seðlabankanum í gær. mbl.is/kristinn

Norska blaðið Aftenposten segist hafa fengið það staðfest að Norðmaður verði settur til bráðbirgða í embætti seðlabankastjóra á Íslandi í dag. Telur blaðið líklegt að það verði Jarle Bergo, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri Noregs, sem lét af störfum þar í fyrra eftir 12 ár í embætti.

Undir þetta tekur Reutersfréttastofan sem segist hafa fengið það staðfest hjá ónafngreindum heimildarmönnum að Bergo muni stýra íslenska seðlabankanum.

Ný lög um Seðlabankann tóku gildi á miðnætti og samkvæmt þeim eru lagðar niðurstöðu núverandi bankastjórnar, þar á meðal staða formanns bankastjórnarinnar. Þess í stað verða skipaðir seðlabankastjóri og aðstoðarbankastjóri.  

Aftenposten segir, að það séu ekki margir Norðmenn, sem geti tekið við slíku embætti með stuttum fyrirvara en sá verði að hafa reynslu af rekstri seðlabanka. Bergo sé augljós kandídat en hann hætti störfum í norska seðlabankanum í fyrra og starfar nú hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert