Nýr seðlabankastjóri

Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard á blaðamannafundi í Seðlabankanum. mbl.is/Kristinn

Svein Harald Øygard heldur nú sinn fyrsta blaðamannafund sem seðlabankastjóri Íslands en hann var settur til bráðabirgða í embættið í morgun í samræmi við ný lög sem tóku gildi á miðnætti. Arnór Sighvatsson, sem verið hefur aðalhagfræðingur bankans, var settur í embætti aðstoðarbankastjóra.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,  segist telja það mikilvægt, að útlendingur skuli hafa verið settur seðlabankastjóri á Íslandi.

Þórólfur segir við norska vefinn e24.no, að Øygard hafi tekið þátt í endurreisnarstarfinu eftir bankakreppuna í Noregi á tíunda áratug síðustu aldar og það sé væntanlega ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu hér. Sem ráðuneytisstjóri hafi hann tekið þátt í samræmingu ríkisfjármála og peningamálastefnu en skort hafi á slíkt samræmi á Íslandi.

Þá segir hann það jákvætt, að Øygard hafi mikla reynslu í fyrirtækjaráðgjöf og sé ekki stjórnmálamaður líkt og fyrirrennari hans var.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka