Ráðamenn í skýrslutökur

Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, …
Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, og Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

Senn líður að því að banka­stjór­ar, ráðherr­ar og aðrir þeir sem aðild áttu að at­b­urðum sem leiddu til falls bank­anna í októ­ber í fyrra verði kallaðir til skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is um banka­hrunið. Þetta staðfesti Páll Hreins­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is í dag. Með hon­um í nefnd­inni er Tryggvi Gunn­ars­son hrl., og umboðsmaður Alþing­is, og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir hag­fræðing­ur við Yale há­skóla.

„Ég reikna með því að mögu­legt verði að kalla í skýrslu­töku aðila sem við telj­um vert að ræða við, þar á meðal banka­stjóra, ráðherra og stjórn­mála­menn, um miðjan næsta mánuð ef allt geng­ur að ósk­um,“ sagði Páll í sam­tali við mbl.is.

Páll seg­ir nefnd­ina hafa verið önn­um kafna við vinnu frá því hún tók til starfa um ára­mót. Mik­il vinna hafi farið fram við að afla gagna og draga upp mynd af at­b­urðum sem væru til rann­sókn­ar. Sér­fræðing­ar hafi aðstoðað nefnd­ina við fjöl­marga þætti.

Meg­in­hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að safna upp­lýs­ing­um um staðreynd­ir sem við koma banka­hrun­inu, draga upp heild­ar­mynd af aðdrag­anda að falli bank­anna og svara því hverj­ar hafi verið or­sak­ir þess. Þá er nefnd­inni einnig ætlað að leggja mat á hvort um mis­tök eða van­rækslu hafi verið að ræða við fram­kvæmd ein­stakra laga og reglna um fjár­mála­starf­semi á Íslandi og eft­ir­lit með henni og hverj­ir kunni að bera ábyrgð á því.

Páll seg­ir nefnd­ina meðal ann­ars vera að skoða áhrif kerf­is­lægra breyt­inga á ís­lenskt efna­hags­líf, þar á meðal einka­væðingu bank­anna. „Það að mörgu að hyggja og ljóst að marga þætti þarf að skoða til að heild­ar­mynd­in verði rétt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert