Seðlaforðinn var að klárast

Björgvin G. Sigurðsson tilkynnir um afsögn sína úr embætti viðskiptaráðherra …
Björgvin G. Sigurðsson tilkynnir um afsögn sína úr embætti viðskiptaráðherra í janúar. mbl.is/Golli

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í viðtali sem birtist á Skjá einum annað kvöld, að litlu hafi mátt muna að seðlaforði íslensku bankanna kláraðist mánudaginn 6. október á síðasta ári, daginn sem neyðarlögin um íslensku viðskiptabankana voru sett.

Viðtalið birtist á Spjallinu, þætti sem Sölvi Tryggvason sér um á sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Sölva segir Björgvin í viðtalinu, að alvarlegt áhlaup hafi verið gert á íslensku bankana föstudaginn 3. október og innan við fjórðungur af seðlaforða þeirra var eftir. Hefði þróunin haldið áfram á mánudagsmorgninum hefði seðlaforðinn þurrkast upp á skömmum tíma.

Haft er eftir Björgvin, að ráðherra í ríkisstjórninni hafi náð að fá ritstjóra Fréttablaðsins til þess að breyta forsíðu blaðsins á síðustu stundu, til að ítreka að innistæður landsmanna væru tryggðar. Það ásamt fleiru hafi stuðlað að því að ekki fór allt á versta veg.

Viðtalið er á dagskrá á Skjá einum klukkan 19:55 annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert