Stoltenberg fyrsti gestur seðlabankastjóra

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann. mbl.is/Kristinn

„Ég hefði ekki tekið þetta verk­efni að mér hefði ég ekki talið að fram­lag mitt skipti máli,“ sagði nýr seðlabanka­stjóri Svein Har­ald Øygard á blaðamanna­fundi í Seðlabank­an­um í fyrr í dag. Hann sagði starfi sínu hjá ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu McKins­ey & Comp­any lausu klukk­an níu í morg­un og tók við stjórn bank­ans, án þess að vita hver laun­in verða.

„Stjórn bank­ans á eft­ir að semja við mig um þau, en ég geri ráð fyr­ir því að þau verði í sam­ræmi við laun fyr­ir­renn­ara minna.“ Hann sit­ur sem bráðabirgðabanka­stjóri þar til rík­is­stjórn­in hef­ur ráðið til fram­búðar í stöðuna. Lík­leg­ast í tvo til fjóra mánuði.

Spurður hvort hann sækt­ist eft­ir hann því að verða banka­stjóri áfram svaraði hann að sam­kvæmt lög­um mætti er­lend­ur rík­is­borg­ari ekki gegna embætt­inu til fram­búðar. Síðar á fund­in­um sagði hann fjöl­skyldu sína ekki flytja til lands­ins fyrst um sinn en þau myndu ákveða það eft­ir því hver fram­vind­an yrði.

Øygard sagði ís­lensku rík­is­stjórn­ina hafa komið að máli við sig og boðið sér starfið. Hann vildi ekki til­greina ná­kvæma tíma­setn­ingu um hvenær það var.

Fyrsti gest­ur Øygard í nýju starfi var Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. Heim­sókn­in var óvænt og sagði Øygard að hann hefði viljað óska sér til ham­ingju með nýja starfið. Með í för var norski sendi­herr­ann, Ma­rit F. Tveiten.

Stolten­berg upp­lýsti að ís­lenska rík­is­stjórn­in hefði leitað til þeirr­ar norsku um ráðlegg­ing­ar um hæf­an mann í bank­ann og hún mælt með Øygard. Þá sagði Stolten­berg þá Øygard þekkj­ast. Þeir gengu í sama há­skóla og hafa einnig unnið sam­an, en Svein Har­ald var aðstoðarfjármálaráðherra Nor­egs á ár­un­um frá 1990 -1994.

Eins og komið hef­ur fram hér á mbl.is leiddi hann m.a. end­ur­skoðun skatta­lög­gjaf­ar í Nor­egi árið 1992 og sat í starfs­hópi norsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hugs­an­leg efna­hags­leg áhrif inn­göngu Nor­egs í Evr­ópu­sam­bandið. Svein Har­ald tók þátt í vinnu norskra stjórn­valda er þau tók­ust á við banka- og gjald­miðilskrepp­una þar í landi árið 1992. Hann sat í efna­hags­ráði norska Verka­manna­flokks­ins til árs­ins 2000.

Stolten­berg seg­ir hann feik­idug­leg­an. Hann vissi ekki um betri mann í banka­stjóra­stól­inn.

Verka­manna­flokk­ur­inn norski er syst­ur­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Spurður hvort póli­tíska reynsla hans vegna starfa fyr­ir norska verka­manna­flokk­inn og sem einn aðstoðarmanna fjár­málaráðherra Nor­egs hefðu áhrif á störf hans fyr­ir bank­ann svaraði Svein Har­ald að langt væri síðan hann starfaði við stjórn­mál­in. Hann hefði unnið sem ráðgjafi fyr­ir McKins­ey í hátt á ann­an ára­tug. Hann vonaðist til þess að reynsla hans úr einka­lífi og stjórn­mála­líf­inu gerði hann enn hæf­ari í starfið.

Nýr aðstoðarseðlabanka­stjóri er Arn­ór Sig­hvats­son. „Ég reikna með að þetta verði ögr­andi viðfangs­efni,“ sagði hann eft­ir blaðamanna­fund­inn. Arn­ór er fyrr­um aðal­hag­fræðing­ur bank­ans. „Verk­efn­in eru auðvitað þau sömu og áður. Við erum með full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í heim­sókn og þar verður meðal ann­ars rætt ít­ar­lega um verk­efna­stefn­una, gjald­eyr­is­höft­in og hvernig þetta tvennt hang­ir sam­an.“ Þeir Arn­ór og Öygard hitta full­trúa sjóðsins síðar í dag.

Öygard sagði mik­il­vægt að róa öllu árum að því að styrkja krón­una. Arn­ór seg­ir verðbólg­una ekki hjaðna nema að krón­an hald­ist sterk. „Reynd­ar byrjaði verðbólg­an að hjaðna núna í fe­brú­ar. Ég hygg að hún muni hjaðna nokkuð hratt næstu mánuðina þannig að að öll­um lík­ind­um hef­ur verðbólg­an náð toppi og er byrjuð að hjaðna.“

Arn­ór seg­ir að auðvitað hafi hann hikað þegar hann hafi verið beðinn að taka starf aðstoðarseðlabanka­stjóra að sér. „En það er ekki hægt að skor­ast und­an þess­ari áskor­un.“ Spurður hvort hann sæk­ist eft­ir starfi aðal­banka­stjóra svaraði hann. „Lát­um það koma í ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert