Tekið á skattaparadísum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra stjórnaði ríkisstjórnarfundi í morgun í fyrsta sinn á ævinni en Jóhanna Sigurðardóttir var viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlanda.  

Ríkisstjórnin samþykkti á fundinum nýtt lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir skattlagningu hagnaðar sem er látin renna til dótturfélaga á lágskattasvæðum erlendis . Lögin ef þau verða samþykkt á Alþingi eiga að torvelda fjármagnsflutninga í skattaparadísir.  

Steingrímur segir þetta löngu tímabært og í raun sé verið að færa þetta til samræmis við löggjöf eins og hún sé víðast hvar annars staðar. Hann segir að þetta hefði eflaust fært ríkissjóði miklar tekjur á undanförnum árum ef slíkar reglur hefðu verið við lýði. Það sé erfitt að segja til um framtíðina en aðalatriðið sé að svona eigi skattalöggjöfin að vera. Það eigi ekki að gera mönnum það auðvelt að láta hagnað og arð renna undan þjóðarbúinu í gegnum svona smugur. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka