Þarf að skoða málið betur

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir til greina koma að vísa því til Umboðsmanns Alþing­is, hvort það fái staðist stjórn­ar­skrá að setja er­lend­an mann sem seðlabanka­stjóra. Svein Har­ald Øygard, sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir setti seðlabanka­stjóra í dag, kem­ur frá Nor­egi.

Haft er eft­ir Sig­urði Lín­dal, pró­fess­or við Há­skól­ann á Bif­röst, í Frétta­blaðinu í dag að það sé álita­mál hvort Øygard geti verið seðlabanka­stjóri þannig að það sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá, í ljósi þess að hann er sett­ur seðlabanka­stjóri tíma­bundið.

Í stjórn­ar­skránni seg­ir að eng­an megi skipa sem emb­ætt­is­mann nema ís­lensk­an rík­is­borg­ara. Seðlabanka­stjór­ar telj­ast emb­ætt­is­menn sam­kvæmt lög­um. „Ég get játað það, að ég hafði ekkí áttað mig á þessu atriði sem Sig­urður bend­ir á. Það er ljóst að það þarf að fá úr þessu skorið og þar kem­ur at­hug­un Umboðsmanns Alþing­is til greina. Þetta er eitt margra atriða, er varðar breyt­ing­ar á lög­um um seðlabank­ann, sem hefði mátt kanna bet­ur,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert