Þarf að skoða málið betur

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir til greina koma að vísa því til Umboðsmanns Alþingis, hvort það fái staðist stjórnarskrá að setja erlendan mann sem seðlabankastjóra. Svein Harald Øygard, sem Jóhanna Sigurðardóttir setti seðlabankastjóra í dag, kemur frá Noregi.

Haft er eftir Sigurði Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, í Fréttablaðinu í dag að það sé álitamál hvort Øygard geti verið seðlabankastjóri þannig að það samræmist stjórnarskrá, í ljósi þess að hann er settur seðlabankastjóri tímabundið.

Í stjórnarskránni segir að engan megi skipa sem embættismann nema íslenskan ríkisborgara. Seðlabankastjórar teljast embættismenn samkvæmt lögum. „Ég get játað það, að ég hafði ekkí áttað mig á þessu atriði sem Sigurður bendir á. Það er ljóst að það þarf að fá úr þessu skorið og þar kemur athugun Umboðsmanns Alþingis til greina. Þetta er eitt margra atriða, er varðar breytingar á lögum um seðlabankann, sem hefði mátt kanna betur,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka