Þátttaka Íslands í heimssýningu vekur athygli

Heimssýningin verður haldin í Shanghai árið 2010.
Heimssýningin verður haldin í Shanghai árið 2010.

Kínverskir embættismenn eru byrjaðir að kynna heimssýninguna, sem haldin verður í Shanghai árið 2010. Á blaðamannafundi í gær gat aðstoðarframkvæmdastjóri sýningarinnar þess sérstaklega, að Íslendingar ætluðu að taka þátt í sýningunni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð eftir að efnahagskerfi Íslands hrundi í október.

„Þetta er gott tækifæri fyrir Ísland að efna efnahagslíf sitt," hefur blaðið China Daily eftir Zhong Yanqun, aðstoðarframkvæmdastjóra framkvæmdanefndar sýningarinnar. Hún bætti við að sýningin muni styrkja alþjóðlega markaði í baráttunni við fjármálakreppunni og auka samskipti milli þjóða.

Fram kemur í frétt China Daily, að þátttökugjald í sýningunni er 40 milljónir juan, sem er jafnvirði 650 milljóna króna. Fram kom hins vegar í desember, að áætlað er að kostnaður Íslands vegna sýningarinnar verði um 210 milljónir króna og verður kostnaðurinn borinn af ríki, borgarstofnunum og atvinnulífi.

Heimssýningin verður haldin frá 1. maí til 31. október 2010 undir yfirskriftinni „Betri borg - betra líf“. Gert er ráð fyrir að 70 milljón gestir sæki sýninguna að þessu sinni. Alls hafa 185 ríki og 46 alþjóðastofnanir skrifað undir samninga um þátttöku.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert