Versta seðlabankastjóraembætti á Vesturlöndum

Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard á blaðamannafundi í Seðlabankanum. mbl.is/Kristinn

Fær versta seðlabankastjóraembætti á Vesturlöndum. Þetta er fyrirsögn á frétt sem Sigurd Bjørnestad, blaðamaður norska blaðsins Aftenposten, skrifar á viðskiptavefinn E24. Bjørnestad sat blaðamannafund landa síns Svein Harald Øygard, sem í Seðlabanka Íslands en Øygard var í morgun settur tímabundið í embætti seðlabankastjóra.

Bjørnestad segir, að það sé kalt úti fyrir byggingu íslenska seðlabankans, sem líkist sprengjubyrgi. Inni sitji  Øygard á blaðamannafundi og útskýri hvers vegna hann sé með réttu reynsluna til að leiða Ísland út úr því fjármálafárviðri, sem þar ríki.

Þá segir blaðamaðurinn, að blaðamannafundurinn hafi verið haldinn í gluggalausu herbergi. Það sé kaldhæðnislegt í ljósi þess að Ísland hafi þurft að leita út fyrir landsteinana til að finna seðlabankastjóra til bráðabirgða.

Á blaðamannafundinum sagði Øygard, að framtíðarhorfur Íslands væru góðar. Því til stuðnings nefndi hann, að afgangur hefði verið á rekstri ríkissjóðs áður en bankarnir hrundu, íslenskt vinnuafl sé vel menntað og Íslendingar séu vanir sveiflum og mikilli vinnu.

Hann sagði að mikilvægustu verkefnin séu að auka traust á íslensku krónunni og styrkja hana. Það leggi grundvöll að því að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Þá þurfi að tryggja að bankakerfið sé vel starfhæft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert