Vilja norrænan leiðtoga NATO

Anders Fogh Rasmussen heilsar ráðstefnugesti í Eldborgu við Bláa lónið …
Anders Fogh Rasmussen heilsar ráðstefnugesti í Eldborgu við Bláa lónið í gær. mbl.is/RAX

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, vilja að Norðurlandabúi verði  verði framkvæmdastjóri NATO.

Miklar umræður hafa verið um það í Danmörku og víðar, að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, verði eftirmaður Jaap de Hoop Scheffer, núverandi framkvæmdastjóra NATO. Danski forsætisráðherrann hefur hins vegar ítrekað sagt opinberlega, að hann sækist ekki eftir embættinu. 

Á blaðamannafundi á Íslandi í gær vildi Jens Stoltenberg ekki ræða um  Anders Fogh sérstaklega, sagði það ekki tímabært fyrr en ljóst væri hvort hann gæfi formlega kost á sér. Hins vegar hafi Norðurlöndin jafnan getað sameinast um að styðja norræna frambjóðendur í alþjóðleg embætti.

Danska Ritzau fréttastofan segir, að ákveðnar efasemdir séu um það í Noregi, að Dani sé heppilegur framkvæmdastjóri NATO í ljósi þess að Danir studdu Bandaríkin með ráðum og dáð í Íraksstríðinu árið 2003. 

Ritzau hefur hins vegar eftir Ingibjörgu Sólrúnu, að Fogh Rasmussen yrði án efa afar góður framkvæmdastjóri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert