Ekki gert í neinum leiðindum

Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. www.mats.is

Björn Ingimars­son, sveita­stjóri Langa­nes­byggðar, læt­ur af starfi á morg­un, 1. mars. Hann seg­ir starfs­lok­in tengj­ast ákvörðun sinni um að gefa kost á sér í 3. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Björn sagði að meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki verið sátt­ur við áform hans um að fara í próf­kjör vegna Alþing­is­kosn­inga. „Eft­ir að hafa farið yfir þau mál var ljóst að við höfðum ekki al­veg sam­hljóma skoðanir í þess­um efn­um. Þá var bara eðli­legt að skildu leiðir,“ sagði Björn. Hann hef­ur gegnt sveit­ar­stjóra­starf­inu frá því í nóv­em­ber 2001. Ekki er búið að ráða nýj­an sveit­ar­stjóra.

Björn sagði að starfs­lok­in væru ekki gerð í nein­um leiðind­um. „Ef menn ná ekki sam­an þá er skyn­sam­leg­ast að þeir hætti að starfa sam­an,“ sagði Björn. „Ég ber eng­an kala til þess­ara manna og reikna með að vera þeim inn­an hand­ar. Það er ekki eins og ég sé að hlaupa í burtu. Ég verð hér áfram. En á næst­unni mun ég ein­henda mér í próf­kjörið og von­andi í fram­boðsmál í fram­haldi af því.“

Í frétta­til­kynn­ingu frá Sig­geir Stef­áns­syni, odd­vita í Langa­nes­byggð, seg­ir að vegna áforma Björns um „að snúa til starfa á nýj­um vett­vangi“ hafi orðið að sam­komu­lagi með hon­um og hrepps­nefnd Langa­nes­byggðar að hann láti af störf­um fyr­ir sveit­ar­fé­lagið frá og með 1. mars 2009.

„Birni er þökkuð vel unn­in störf í þágu sveit­ar­fé­lags­ins og er hon­um óskað velfarnaðar á nýj­um starfs­vett­vangi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu odd­vit­ans.

Björn Ingimarsson
Björn Ingimars­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert