Ástæða er til þess að ná í þá peninga sem komið hefur verið fyrir á Cayman-eyjum eða í öðrum skattaskjólum, að mati Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn á fundi Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar nú í vikunni um hvað hægt væri að gera til þess að draga úr áfallastreitunni af völdum bankahrunsins.
„Hugmyndin er ekki mín en þetta er að mínu mati sjónarmið sem á rétt á sér. Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu verður einnig minni verði náð í peningana,“ bendir hann á.