Á fjórða hundrað kandídata brautskráðir

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson

„Við Íslend­ing­ar höf­um náð okk­ur á strik eft­ir nátt­úru­ham­far­ir.  Við höf­um burði til að ná okk­ur eft­ir efna­hags­leg­ar  ham­far­ir,“ sagði Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands á há­skóla­hátíð í dag. Hún lagði áherslu á vís­indastarf og ný­sköp­un sem úrræði til að kom­ast út úr þeim vanda sem nú steðjar að. Braut­skráðir voru 367 kandí­dat­ar.

Krist­ín rektor kvaðst vilja auka hag­nýt­ingu vís­inda­rann­sókna við skól­ann og upp­bygg­ingu ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja.  Nefndi hún dæmi um ný­leg og eldri sprota­fyr­ir­tæki sem sprottið hafa upp í tengsl­um við Há­skóla Íslands. Hún sagði einnig að Há­skól­inn væri meg­in­miðstöð rann­sókna og umræðu í land­inu um öll helstu mál sam­tím­ans. 

„Þetta end­ur­spegl­ast m.a. í því að starfs­fólk Há­skól­ans hef­ur verið leitt til ábyrgðarstarfa við upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins og eru í hópi helstu sér­fræðinga við grein­ingu þeirra sam­fé­lags­breyt­inga sem nú eiga sér stað,“ sagði Krist­ín.

Há­skóli Íslands hef­ur ný­lega gert sam­starfs­samn­inga við tvo af fimm mest metnu há­skól­um í heim­in­um í dag -  Har­vard há­skóla og Cali­fornia Institu­te of Technology (Caltech).  „Þetta tel ég vera aug­ljóst dæmi um ný­sköp­un því það leiðir til nýrra hug­mynda og verðmæta­sköp­un­ar.

Vís­inda­menn úr ýms­um grein­um við Há­skóla Íslands hafa um ára­bil verið í sam­starfi við kenn­ara í þess­um skól­um, en í krafti þess­ara nýju samn­inga koma kenn­ar­ar frá Har­vard hingað til að kenna stúd­ent­um í lýðheilsu­vís­ind­um og leiðbeina í meist­ara- og doktor­s­verk­efn­um. 

Jafn­framt verða ung­ir vís­inda­menn ráðnir sam­eig­in­lega af Há­skóla Íslands og Har­vard.  Nem­end­ur héðan fara í annað sinn nú í sum­ar til CalTech til að vinna að rann­sókna­verk­efn­um und­ir leiðsögn kenn­ara þar í líf­efna­fræði, raf­magns- og tölvu­verk­fræði og eðlis­fræði.  Nem­end­ur frá CalTech í jarðvís­ind­um, sam­einda­líf­fræði og eðlis­fræði koma á móti til Há­skóla Íslands,“ sagði Krist­ín í ræðu sinni. 

Há­skóli Íslands braut­skráði í dag 367 kandí­data frá flest­um deild­um skól­ans. Meðal ann­ars braut­skráðust tvær heyrn­ar­laus­ar kon­ur, önn­ur úr hjúkr­un­ar­fræðideild hin úr fé­lags- og mann­vís­inda­deild. 

Heiðdís Dögg Ei­ríks­dótt­ir út­skrifaðist sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og mun vera  fyrsta heyrn­ar­lausa kon­an til að braut­skrást sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Evr­ópu. Stein­unn Lovísa Þor­valds­dótt­ir braut­skrá­ist með BA-próf í þjóðfræði með mann­fræði sem auka­grein. 

367 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag.
367 kandí­dat­ar voru braut­skráðir frá Há­skóla Íslands í dag. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert