Tregða við upplýsingagjöf

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Kristinn

Sér­stak­ur sak­sókn­ari og menn hans eru að verða óþreyju­full­ir og vilja fara að vaða inn í mál. Rennsli mála frá eft­ir­lits­stofn­un­um hef­ur ekki verið mikið frá því embættið var sett á fót en út­lit er fyr­ir að kraft­ur­inn sé að aukast. Sak­sókn­ar­inn býst enda sjálf­ur við að á næst­unni muni steyp­ast yfir hann papp­ír­ar sem fara þarf strax í gegn­um.

Heim­ild­ir sak­sókn­ar­ans verða aukn­ar frá því sem nú er ef frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um embættið nær fram að ganga. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var farið fram á heim­ild­irn­ar vegna tregðu hjá stofn­un­um við að veita upp­lýs­ing­ar og gögn, s.s. hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Hef­ur ekki of lang­an tíma

„Við höf­um átt í góðu sam­starfi við flesta aðila, en ef það koma upp vafa­atriði eru þau til þess fall­in að tefja starf embætt­is­ins og satt best að segja hef ég ekki of lang­an tíma,“ seg­ir hann við Morg­un­blaðið í dag.

Ólaf­ur seg­ist hafa átt von á að stærri mál kæmu strax á borð til sín. Skort­ur á þeim kunni að skýr­ast af því að skammt er liðið frá því að lokið var við end­ur­skoðun­ar­skýrsl­ur frá bönk­un­um. Embættið er þó með nokk­ur „konkret“ mál sem byrjað er að greina og fara hugs­an­lega í op­in­bera rann­sókn.

Tvö ár ekki nóg

Fjór­ir menn eru í fullu starfi við embættið en síðar kann að koma í ljós að sér­stakt starfslið þurfi til sem verður bundið þess­ari vinnu í nokk­ur ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert