Niðurfærsla lendir á þjóðinni

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að 20% niðurfærsla á öllum skuldum heimila og atvinnulífs sé af stærðargráðunni 1.200 milljarðar króna. Vandséð sé hvernig þjóðarbúið eigi að ráða við slíka niðurfærslu. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Steingrím í þættinum Sprengisandi í morgun.

„Hver á að borga þann reikning,“ spurði Steingrímur. „Ríkið, lífeyrissjóðirnir, Íbúðalánasjóður, bankar sem eru líka í eigu ríkisins? Það eru við sjálf! Á það að ganga jafnt yfir alla, þá sem eiga stór hús, lítil hús? Þá sem skulda mikið, þá sem skulda lítið? Þetta er ekki svona einfalt þegar betur er að gáð. En það þýðir ekki að við ekki að reyna að ráðast í aðgerðir sem aðstoða þá sem eru í mestri þörf fyrir það.“

Steingrímur sagði einnig að aðrir sem ráða við sínar skuldbindingar, eru svo heppnir að hafa áfram fulla vinnu og góð laun, þeir verði að reyna að glíma við sín mál sjálfir eins og kostur er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka