Símabær opnaði nýlega verslun á Ebay sem átti að selja óseljanlega og sértæka aukahlutalagera fyrir síma sem eru ekki lengur í notkun hér á landi. „Þegar hafa farið á annað hundruð sendingar um víða veröld og losað verslunina við urðunarkostnað um leið og ruslið skapar gjaldeyri og vinnu við flutningsstarfsemi,“ segir í frétt frá Símabæ.
Verslunin Símabær hefur flutt úr Grafarvogi og rekur nú verslun og
viðgerðarþjónustu innan húsnæðis Nettó í Mjódd þar sem Apótekarinn var áður til húsa. Að því er fram kemur í frétt Símabæjar eru húsnæðisskiptin liður í að mæta mikilli aukningu í GSM
endurvinnsluþjónustu en hún hefur blómstrað síðustu mánuði.
Hundruð GSM síma hafa borist versluninni og þau eru þeir ýmist rifnir í varahluti eða sameinaðir öðrum símum og seldir á afar lágu verði. Hleðslutæki eru einnig endurnýtt og seld á broti þess verðs sem nýtt tæki kostar.
„Aðlögun Símabæjar að breyttum viðskiptaveruleika hefur gengið vonum framar með endurvinnsluþjónustunni og höfum við fengið afar sterk og jákvæð viðbrögð viðskiptavina. Vonast er til að hin nýja staðsetning í meira fólksflæði geti gert versluninni kleyft að búa til nýtt starf við endurvinnsluna einvörðungu,“ segir í frétt Símabæjar.