„Heiðarlegt uppgjör“

Sigurður Örn Ágústsson.
Sigurður Örn Ágústsson.

Sigurður Örn Ágústsson, formaður sérstakrar undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, segir hana ekki vera að kenna einstökum mönnum um það sem fór úrskeiðis við stjórn efnahagsmála. Margir hafi gert mistök, á mörgum stöðum. Stefna Sjálfstæðisflokksins sem slík hafi ekki verið vandamálið, segir Sigurður Örn. Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins stýrir vinnu endurreisnarnefndarinnar.

Í skýrslunni kemur fram að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur fólk.

Í drögum nefndarinnar að skýrslu hennar um einstaka þætti við stjórn landsins, og hvað fór úrskeiðis, er meðal annars komið inn á pólitíska ábyrgð, pólitískar stöðuveitingar og upplýsingagjöf í aðdraganda og eftir fall bankanna. „Okkar vinna hefur öðru fremur verið byggð á því að skoða gagnrýnið einstakar ákvarðanir og draga fram þætti sem  hefðu mátt fara betur. Ég held að þetta sé Sjálfstæðisflokknum hollt, og raunar má segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að ganga lengra en aðrir flokkar í því að fara ofan í saumana á ástæðum þess að bankakerfið í landinu hrundi. Þetta er heiðarlegt uppgjör,“ segir Sigurður Örn.

Í drögunum kemur meðal annars fram að ekki hafi verið skýrt nægilega vel hvers vegna Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Hún hafi verið mikilvæg stofnun, hafi getað skoðað faglega ýmsa þætti íslensks efnahagslífs. „Það má vera að það hafi verið réttlætanlegt að leggja hana niður, en það er augljóst að það vantaði meira mótvægi við greiningardeildir bankanna.“ 

Drögin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka