IMF varaði við í apríl

Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær.
Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær. Ómar Óskarsson

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (IMF) kom þeim skila­boðum til ís­lenskra stjórn­valda í apríl í fyrra að nauðsyn­legt væri að bregðast við þeim erfiðleik­um sem of stórt banka­kerfi í lausa­fjárþurrð væri að skapa hér á landi.

Þetta kom fram viðtali við Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt var brot úr í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins. Ítar­legt viðtal við Ingi­björgu Sól­rúnu var í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Frétta­auk­an­um í kvöld.

Ingi­björg Sól­rún sagði Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið ekki hafa brugðist við til­mæl­um frá rík­is­stjórn­inni með nógu mikl­um krafti. Ingi­björg Sól­rún sagði grein­ing­ar hafa komið frá fleiri sér­fræðing­um, meðal ann­ars frá Norður­lönd­um, um að mik­il vanda­mál blöstu við í ís­lensku efna­hags­lífi. Ingi­björg Sól­rún sagði að hún hefði ekki, frek­ar en aðrir, bú­ist við því að kerf­is­hrun eins og varð hér gæti orðið að veru­leika.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert