IMF varaði við í apríl

Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær.
Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær. Ómar Óskarsson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) kom þeim skilaboðum til íslenskra stjórnvalda í apríl í fyrra að nauðsynlegt væri að bregðast við þeim erfiðleikum sem of stórt bankakerfi í lausafjárþurrð væri að skapa hér á landi.

Þetta kom fram viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem birt var brot úr í fréttum Ríkissjónvarpsins. Ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu var í fréttaskýringaþættinum Fréttaaukanum í kvöld.

Ingibjörg Sólrún sagði Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið ekki hafa brugðist við tilmælum frá ríkisstjórninni með nógu miklum krafti. Ingibjörg Sólrún sagði greiningar hafa komið frá fleiri sérfræðingum, meðal annars frá Norðurlöndum, um að mikil vandamál blöstu við í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði ekki, frekar en aðrir, búist við því að kerfishrun eins og varð hér gæti orðið að veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka