Norska vinnumálastofnunin, NAV, stóð um helgina fyrir kynningu á Íslandi á atvinnumöguleikum fyrir fagmenntaða starfsmenn. Er þetta í annað skipti sem Nav heldur slíka kynningu hér á landi frá því íslenska bankakerfið hrundi í haust.
Haft er eftir Ragnhild Synstad, ráðgjafa hjá Nav, að mikill áhugi sé á þessum kynningum á Íslandi og hópur Íslendinga hafi um helgina skrifað undir vinnusamninga við norsk fyrirtæki.