Metþátttaka á hundasýningu

Caty von Oxsalis var valin besti hundur sýningarinnar.
Caty von Oxsalis var valin besti hundur sýningarinnar. mbl.is/Jón Svavarsson

Metþátttaka var á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands í Víðidal í dag.  Yfir 800 hundar voru skráðir til keppni og sýningar og mikill fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með hundunum sem þarna voru sýndir.

Besti hundur sýningarinnar var valinn tíkin Caty von Oxsalis sem er þýskur fjárhundur, fæddur 1. febrúar 2006 og er í eigu Örnu Rúnarsdóttur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert