Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá kl. 10-16. Skíðafæri þar er með besta móti en klukkan 8:30 í morgun var þar 5 stiga frost, 3-5 m/s, hálfskýjað.
Á Ísafirði eru skíðasvæðið í Tungudal og gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal opin. Þar er nú troðinn snjór, heiðskýjað og 3 til 7 stiga frost
Á Dalvík stendur nú yfir keppni á bikarmót 13-14 ára og því er aðalbrekkan lokið til tvö. Aðrar brekkur í Böggvistaðafjalli eru þó opnar og tvær gönguleiðir.
Í Bláfjöllum stendur nú yfir Reykjavíkurmót 25 áar og eldri þar sem keppt er í svigi og stórsvigi í Kóngsgili.Þar eru þó allar lyftur opnar nema Tinni og Tobbi. Gönguleiðirnar eiðin há, Grindarskörð og Strompahringur eru þó lokaðar. Þar er nú heiðskýrt og logn og fjögurra stiga frost.