Í morgun voru 215 íslensk skip á sjó, að sögn Landhelgisgæslunnar og Vakstöðvar siglinga. Þar var verið að fylgjast með alls um 250 skipum. Fylgst er með íslenska flotanum hvar sem hann er staddur. Það skip sem var fjærst heimahöfn var Skinney SU, sem var í höfn á Sri Lanka.
Fylgst er með íslenskum skipum innan og utan lögsögu landsins. Þannig er haft auga með skipum sem eru á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi.
Skinney SF-20 var lengst að heiman íslenskra skipa í morgun. Um er að ræða nýsmíðað skip sem er á heimleið frá Taívan, þar sem það var smíðað. Í morgun var Skinney í höfn á vesturströnd Sri Lanka og á því nokkra siglingu fyrir höndum heim til Hafnar í Hornafirði.
Samkvæmt heimasíðu Skinneyjar lagði skipið af stað frá Kaohsiung í Taívan þann 10. febrúar. Áætlað var að heimsiglingin tæki 6-7 vikur. Skipið er mjög vel tækjum búið.
Heimasíða Skinneyjar-Þinganess