Stefnan brást ekki heldur fólk

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

„Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins brást ekki, held­ur fólk,“ seg­ir í niður­lagi draga skýrslu End­ur­reisn­ar­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem fjallað er um efna­hags­mál og póli­tískt starf Sjálf­stæðis­flokks­ins und­an­far­in ár.  Í drög­un­um er farið yfir marga þætti við stjórn­un lands­ins. Drög­in hafa verið birt á síðu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í sér­stök­um kafla um hag­stjórn seg­ir að stjórn­völd og Seðlabanki Íslands hafi brugðist of seint við mik­illi stækk­un banka­kerf­is­ins. Nauðsyn­legt hefði verið að auka vara­sjóðinn sam­hliða stækk­un bank­anna á þeim tíma sem lán­tök­ur í er­lendri mynt á hæfi­leg­um kjör­um voru í boði, eða stemma stigu við stækk­un bank­anna.

„Þró­un­in sem hófst með kapp­hlaupi banka og Íbúðalána­sjóðs, sam­hliða aðgengi að er­lend­um lán­um, var með þeim hætti að stjórn­völd­um og SÍ [Seðlabanki Íslands] bar án nokk­urs vafa að grípa í taum­ana. SÍ hefði getað sett á hærri lausa­fjár­kröf­ur á bank­ana en hér giltu og voru í sam­ræmi við þar sem ann­ars tíðkaðist. Til slíkra aðgerða hefði þurft að grípa til á ár­un­um 2005-2006 ef duga hefðu átt. Enda þótt bindiskyldu væri minna beitt á EES-svæðinu gat Seðlabank­inn beitt henni eða selt rík­is­bréf til að hamla á móti lánaþenslu bank­anna,“ seg­ir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Höf­und­ar drag­anna eru nefnd­ar­menn, Ólaf­ur Klem­ens­son, Stefán Guðjóns­son, Skafti Harðar­son, Þór Vil­hjálms­son, Loft­ur Þor­steins­son og Sig­urður Ágústs­son nefnd­ar­formaður.

Drög­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert