Tuttugu ár eru í dag liðin frá því að sala á bjór var leyfð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum á Íslandi.
Frá fyrsta ári bjórsölunnar, 1989, hefur sala á drykknum aukist um 128% og neyslan komin í 16 milljónir lítra.
Ljóst er því að landinn hefur tekið miðinum fagnandi en á sama tíma hefur dagdrykkjusjúklingum fjölgað á Vogi, samkvæmt tölum frá SÁÁ.